bolonese

Pizzur og pasta

Pasta og kjötkássa fyrir 4-6

Efni:
500 gr frosið gott nautahakk og fitulítið
5 msk tómatpúrra
2-3 teningar góður grænmetiskraftur
2 laukar smátt saksaðir
1 msk ítalst pastakrydd frá pottagöldrum
1 dós niðusoðnir tómatar með hvítlauk og basiliku
hnefi af pasta

Meðhöndlun
Frosið hakkið sett í pott með smá vatni og grænmetiskrafti. Hakkið soðið þar til það er þýtt, þá er allt hitt sett saman við og hrært vel í.
Pastað soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Pasta og kjötkássu blandað saman á fati eða í skál, mikið af parmesan osti frifið yfir og borið fram með góðu salati.

Sendandi: Kolbrún Sigurgeirsdóttir <st1@simnet.is> (04/03/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi