Góður kjúlli

Kjötréttir

Þessi er í uppáhaldi hjá fjöslkyldu minni.

Efni:
4 kjúklingabringur, skinn & beinlausar.
3 stórar gulrætur
1/2 blómkálshaus
1 dós baby mais
1 dós bambus
1 paprika
1 sæt kartafla
1-2 dósir satay sósa
1-1 1/2 dós kókoshnetumjólk
Eðal kjúklingakrydd
Rifinn ostur

Meðhöndlun
Skerið kjúklingabringurnar í strimla, steikið á pönnu & kryddið með eðal kjúklingakryddi. Setjið svo í eldfast mót.
Skerið grænmetið gróft niður & brúnið örlítið á pönnu & setjið svo yfir kjúklinginn.
Blandið satay sósu & kókosmjólkinni saman. Kryddið smá með kjúklingakryddinu (má sleppa). Hellið svo sósunni yfir & stráið ostinum yfir.
Skellið þessu inn í ofn við 180-200° í svona 25-35 mín.
Berið fram með hrísgrjónum & snittubrauði.

Sendandi: Inga (10/03/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi