Túnfiskpasta

Pizzur og pasta

Gott, fljótlegt, ódýrt

Efni:
2 laukar
2-4 hvítlauskrif
2 dósir túnfiskur í olíu
svartar ólífur
Pastaslaufur

Meðhöndlun
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka, ekki of lengi!!
Saxið laukinn og hvítlauksrifin og steikið í ólífuolíu, ekki brúna,
bara þannig að laukurinn verði glær.
Látið olíuna leka af túnfiskinum og bætið á pönnuna ásamt ólífunum.
Steikið og hræðið í nokkra stund.
Þegar pastað er tilbúið, látið þá renna af því skellið í stóra skál og hellið
innihaldi pönnunnar yfir. Blandið saman.
Borðið.

Sendandi: Júlía Hannam <julia@vedur.is> (12/11/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi