"The" Ostasallat

Óskilgreindar uppskriftir

Þetta sallat klikkar aldrei

Efni:
1 Bónda Brie
1 Mexico ostur
1 Pipar ostur
1 Jalapenio ostur
1 Paprika
1/2 Rauðlaukur
Sítrónusafi
1 dós Sýrður rjómi 10%
2-3 msk Majónes

Meðhöndlun
Byrjað er á því að skera alla ostana niður í bita (ég sker þá niður í mjög litla bita, en það er mismunandi eftir smekk manna) síðan skerðu paprikuna niður smátt og rauðlaukinn líka (ath, hann verður að vera smátt skorinn).
Allt sett saman í skál og sýrða rjómanum og majónesinu er blandað saman við.
Í lokin er blandað við sítrónusafi eftir smekk.

Best er að gera sallatið 1 degi áður og láta það vera í kæli yfir nótt.

Sendandi: Brynja (01/04/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi