Lambafille með skinni/puru

Kjötréttir

Hrikalega gott

Efni:
4 stk lambafille með skinni
8 hvítlauksgeirar
4 greinar rósmarín
ólívuolía

Meðlæti:Forsoðnar kartöflur (Þykkvabæjar) steiktar á pönnu í ólívuolíu og oregano

Meðhöndlun
1)Byrjið á því að steikja lambafilleið á pönnu með skinnið niður, þangað til það verður crispy svo örlítið á hinni hliðinni.
2)Helli ólívuolíu í eldfast mót og setjið hvítlauksgeirana ofan í.
3)Setjið eina rósmaríngrein yfir hvítlaukana. Þvínæst setjið lambafillestykkin yfir rósmaríngreinarnar. Skinn hliðin snýr upp.
4)Setjið inn í ofn í ca. góðar 25 mín á 180° með stillt á grill eða yfir og undir hita.

Sendandi: Tinna <tinnamusic8@hotmail.com> (16/04/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi