Heimatilbúinn LARABAR
Í toppformi
Frábært ef mann langar í eitthvað hollt og gott, ekki "tómar kaloríur". Rosalega einfalt!
Efni:
1 poki af döðlum (500 g)
2 pokar af brotnum kasjú hnetum (100g hver poki)
1/2-1 poki brotnar möndlur (100g poki án hýðis)
2-3 dl kókosmjöl
Meðhöndlun
Sjóðið vatn og setjir döðlurnar í skál. Hellið vatninu yfir (bara rétt þannig að allar döðlurnar blotna, ekki of mikið) og látið bíða í um 3 mínútur.
berjið hneturnar og möndlurnar aðeins með hamri til að fá þær í aðeins minni bita.
Hellið afgangs vatninu af döðlunum og setjið döðlurnar í mixer og hakkið.
Bætið kókos útí og mixið aðeins til að blanda saman.
Setjið í skál og blandið hnetum og möndlum sama við.
Mótið í kassalaga lengjur og vefjið í bökunarpappír og plastfilmu.
Best er að geyma þá í frysti og borða þá strax úr frystinum!
Sendandi: Audrey Freyja <audreyfreyja@gmail.com> (06/05/2008)