Fljótlegur morgunverður
Brauð og kökur
Mjög fljótlegur morgunverður fyrir fólk sem hefur ekkert allt of mikinn tíma á morgnana
Efni:
1/2 Pizza frá kvöldinu áður (má vera köld)
eða
Lítið bitinn hamborgari (má vera útúr öðrum ef þið hafið lyst)
kókglas, helst með gosi
Meðhöndlun
Pizzunni eða borgaranum skellt í örbylgjuofn eða hituð upp í handarkrikanum meðan þið tannburstið ykkur
Kókinu hellt á milli yfir í pappaglas eða bara ljótt glas sem að tengdamamma ykkar gaf ykkur og þið þolduð hvort eð er alldrei
Borðist á leið út í strætóskýli í einum grænum (því maður má jú ekki borða í strætó, nema þið getið borðað án þess að bílstjórinn sjái til)
kókglasinu hent í ruslið (götur eru ekki ruslafötur
Sendandi: Ragnar "Magasár" Reynisson <raggi@control.auc.dk> (25/11/1997)