Pizza brauðið hans Sigga

Brauð og kökur

Gott fyrir þá sem kunna ekki að búa til pizzu botn en langa í pizzu. Frábært sem snarl, morgun, hádegis, kvöldmatur eða bara í kaffitímanum.

Efni:
Brauðsneiðar (2 til 3 á mann).
Ostur.
Tómatsósa.
Pizzakrydd o.fl. pipar, oregon.......
SS Pepperoni o.fl. t.d. ananas, sveppir, laukur...

Meðhöndlun
1 - Kveikið á ofninum og stillið á 200 gráður á celsíus.
2 - Hrærið kryddinu og tómatsósunni saman og smyrjið á brauðið þunnt lag.
3 - Setjið pepperoni og annað álegg á brauðið.
4 - Og að lokum 2-3 sneiðar af osti yfir.
5 - Setjið svo brauðið inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður.
Berið fram með coca-cola í litlum glerflöskum og borðist heitt.

Sendandi: Sigurður Jónas Eggertsson <sje@ejs.is> (08/05/1995)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi