Góðir kanilsnúðar...

Brauð og kökur

Hollir, góðir og fljótlegir!!!!!

Efni:
300 g hveiti
1 msk þurrger
1 tsk salt
1 tsk sykur
1/2 dl matarolía
2 dl vatn

kanilsykur
mjólk

Meðhöndlun
Setjið þurrefnið í skál.Gott er að setja smá kanilsykur í deigið. Blandið síðan vatninu og matarolíunni saman við og hnoðið vel. Fletjið síðn degið út. Athugið að það sé ekki klesst við borðið. Pennslið síðan mjólk yfit útflatt deigið og dreifið kanilsykri yfir. Rúllið svo deiginu upp í eina lengju og skerið í marga litla bita, gott er að hafa stóra og pattaralega snúða. Setjið bökunarpappír á plötuna og snúðana á! Bakist í ofni í sirka 15 mín við 200 stig hita. Kíkið samt reglulega á þá því þeir eru mjög misjafnlega leingi, eftir stærð.

Gott er að setja í kanilsnúðana alskonar mjöl og heilhveiti!!! Njótið!!!!

Sendandi: Eyrún <eyrunara@gmail.com> (15/09/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi