Dásamlegt dúndur

Brauð og kökur

Tortillu rúllur

Efni:
2 pakkar tortilla pönnukökur
1 box rjómapstur 400 gr.
1 rauð paprika
1 rauðlaukur
1 pakki skinka 200-250 gr.
3 msk. jalapenos

Meðhöndlun
Paprika laukur skinka og jalapenos saxað smátt eða sett í matvinnsluvél.
Rjómaosturinn er hitaður í nokkrar sek. í örbylgju til að mýkja hann. Öllu blandað saman og hrært. Síðan er hrærunni smurt á tortilla pönnukökurnar og rúllað upp. Aðeins kælt og skorið svo í ca.3-4 cm. þykkar sneiðar.
Þá getur partýið byrjað :)

Sendandi: Addý <addgys@simnet.is> (15/09/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi