Súkkulaðibitakökur Hönnu.

Smákökur og konfekt

Góðar jólasmákökur.

Efni:
7.5 dl hveiti.
7,5 dl heilhveiti.
9 tsk lyftiduft.
400 gr smjör.
4 dl olía.
7,5dl púðursykur.
7,5dl sykur.
6 stk egg.
5 tsk vanillusykur eða dropa.
3 dl gróft haframjöl.
500gr suðusúkkulaði,smátt brytjað.
500gr rjómasúkkulaði,smátt brytjað.

Meðhöndlun

Stillið ofninn á 180¨°c
Blandið þurrefnum saman.
Þeytið saman olíu,smjöri,púðursykri og sykri, látið egg í smátt og smátt, svo vanillu.
Blandið síðan þurrefnum varlega saman við með sleikju,síðan allt súkkulaðið,klæðið plötur með bökunnar pappír, látið deigið með tsk skeið á plötuna, hafið gott bil á milli.
Bakaðí 15-16 mínútur.



Sendandi: Jóhanna M Finnbogadótttir. Vestmannaeyjum. <hanna@visir.is> (15/09/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi