Myntu súkkulaðikaka- GEGGJUÐ

Brauð og kökur

Súkkulaðitertubotn með þykku lagi af hvítu myntukremi og súkkulaðikremi þar ofaná...

Efni:
250 gr hveiti
1 tsk lyftidut
1/2 tsk matarsódi
3/4 tsk salt
300 gr sykur
4 msk kakó
125 gr smjörlíki mjúkt.
2 dl mjólk
2 egg

Meðhöndlun
Þurrefni í skál, smjörlíki útí, og rúml helmingur af mjólkinni. hrært í 2 mín (í hrærivél)
svo egg og rest af mjólkinni hrært í 2 mín..

bakaðí ca 30-40 mín við 175 c.
Jarðarberjasultu smurt á botnana. svo eru kremin sett á.

Myntukrem:
2 bollar sykur
1 bolli vatn
5 blöð matarlím
myntu dropar essence

sykur og vatn soðið í 10 mín. kælt aðeins.
þeytt vel og matarlím og ca 1/2 tsk dropar sett útí,
kremið verður hvítt og hálf stíft,
(ekki setja það á kökuna nema það sé hálf stíft,
ef það stífnar illa þá þarf að kæla það aðeins betur)
(annars lekur það um allt) kreminu skipt á milli botnanna. þetta verður þykkt lag. sem verður svo stíft og hluti af kökunni.

SÚKKULAÐIKREM:
100 gr suðusukkulaði
50 gr smjörlíki
1 þeytt egg

Bræða saman súkkulaði og smjör í potti á vægum hita.
eggið þeytt vel og súkkulaðismjörinu er blandað samanvið og hrært vel..
þetta krem er svo sett ofaná myntukremið...

sem sagt= botn-sulta-myntukrem-súkkulaðikrem...
botnarnir eru 2 og því verða þetta 2 kökur (og veitir ekki af þvi þetta er svo gott.)

Sendandi: Steinunn Þorleifsdóttir <sting@mmedia.is> (27/11/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi