Heilhveitibrauð með lyftidufti

Brauð og kökur

Gott gerlaust brauð. fljótlegt og rosa gott með rabbarbarasultu eða osti. fljótlegt og auðvelt.

Efni:
5 dl hveiti
3 dl heilhveiti
4 tsk lyftiduft
3 tsk sykur
1/2 tsk salt
4 dl mjólk (má vera súr)
2-3 msk hveitiklíð
3 msk hveitikím
2 msk hörfræ

Meðhöndlun
Þurrefnin í skál, svo vökvi, hrært vel.. það er óþarfi að nota hrærivél. bara skál og sleif....
sett í smurt jólakökumót.. langt. eða 2 lítil
bakað við 175-200 c í 40-60 mín

Sendandi: SteinunnÞ <sting@mmedia.is> (01/12/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi