Afganga-hakk Stínu :)

Kjötréttir

Bara gott eftir amstur dagsins :)

Efni:
300 g e-s konar kjötafgangar, má vera hvaða kjöt sem er
Sveppir , e. smekk
4 msk grænt pestó (má vera meira)
Ostur og malakoff

Meðhöndlun
Kjötafgangar settir í hakkavél/ matvinnsluvél og saxað gróflega. Sveppir skornir í þrennt og sett saman við. Pestó hrært gróflega saman við sveppina og hakkið með sleif. Saltað og piprað efir smekk. Blöndunni komið fyrir í eldfast form. Malakoff sneiðum raðað ofan á ( á að þekja formið ) og osti stráð yfir. Látið malla í 30 min í ofni. Borið fram með góðu ristuðu brauði og góðum drykk, ( einn kaldur klikkar ekki :):):) )

VERÐI YKKUR AÐ ÞVÍ!

Sendandi: Stína <kristing88@gmail.com> (28/10/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi