Klessukaka

Brauð og kökur

systir frönsku súkkulaðikökunar

Efni:


100 gr smjör
2,5 dl sykur
2 egg
1,5 dl hveiti
3 msk kakó
1 tsk vanillusykur

Meðhöndlun

Hitið ofninn í 175°C. Smjörið brætt í potti og síðan hrært vel með eggjum og sykri. Hinum efnunum svo bætt út í og hrært vel. Sett í smurt form (t.d. hringlaga 24 cm) og bakað í 20 mín í miðjum ofni. Kakan verður svolítið hörð ofan á og klesst og mjúk innan í. Algjört sælgæti. Látið kólna og svo bara stráð flórsykri yfir. Við skreyttum líka með skrautsykri, svaka flott. Hægt að borða eins og hún er eða með rjóma eða ís.

Sendandi: Nafnlaus (30/10/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi