Hrossakjöts-Pottréttur A´la Eyfi

Kjötréttir

Kjöt-pottréttur fyrir sex

Efni:
1 kg ferskt hrossagúllas (þarf að vera hætt að hneggja og knapinn kominn af baki)
1 lítil dós Hunts Paste
8 dl vatn
1/2 l matreiðslurjómi
1 vænn laukur
3-5 gulrætur
1 bolli villisveppir (þurrkaðir)
3 greinar blóðberg
1 kjötkrafts-teningur
2 tsk. steinselja
3 tsk. graslaukur
1 msk. season all
1 msk. svartur pipar
athugið að þetta eru meira og minna áætluð mál (verið bara dugleg að smakka til)

Meðhöndlun
Gúllasið steikt á pönnu við mjög háan hita og síðan sett í pott ásamt vatni og rjóma.
Laukurinn skorinn smátt og svissaður/léttsteiktur á pönnu. Gulrætur skornar í skífur.
Öllu dengt í pottinn og látið sjóða í 3 1/2 til 4 klst. Leysið hveiti upp í vatni (2 dl) og
bætið út í til að þykkja. Gott er að hafa hrísgrjón og snittubrauð með.

Sendandi: Eyjólfur M. Eyjólfsson <eyjolfur.magnus@simnet.is> (02/11/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi