Grænmetis-lasagne

Grænmetisréttir

Hrikalega gott

Efni:
2-3 rauðlaukar
1 hvítlaukur
3 paprikur , gul, rauð og græn
2 kúrbítar
200 g sveppir
4 gulrætur
1 höfuð spergilkál , vænt
2 dósir tómatar , stórar
u.þ.b. 2 msk tómatmauk
pipar
oregano , eftir smekk
basilíka , eftir smekk
500 g kotasæla
lasagneplötur , ferskar
ostur , rifinn, eftir smekk

Meðhöndlun
Leiðbeiningar
Saxið rauðlauk, hvítlauk, paprikur og kúrbít, sneiðið sveppi og gulrætur og skiptið spergilkálinu í litla kvisti. Setjið allt nema kotasæluna í pott og látið malla við lágan hita í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til sósan er orðin mátulega þykk. Bætið þá kotasælunni út í, blandið vel saman og látið malla í 20-30 mínútur til viðbótar. Smyrjið eldfast fat með örlítilli ólífuolíu, leggið þriðjunginn af lasagneplötunum á botninn og helliið þriðjungnum af sósunni ofan á. Endurtakið tvisvar sinnum. Stráið að endingu rifnum osti yfir, t.d. blöndu af mozzarella og 17% gouda, og bakið í ofni við 180°C í u.þ.b. 30 mínútur. Breiðið gjarna álpappír yfir eþgar osturinn er orðinn gullinn.

Sendandi: Beta <beta@skyrr.is> (07/11/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi