Æðislegt paté

Óskilgreindar uppskriftir

Æðislegt paté

Efni:
2x dönsk lifrakæfa frá Gouda
beikon (eftir smekk)
sveppir (eftir smekk)
rjómi
rauðvín (má sleppa)
sítrónupipar

Meðhöndlun
Smyrjið eldfast mót og smyrjið lifrakæfunni á botninn. Steikt beikon sett þar ofan á, þá steiktir sveppir ( æðislegt að hafa mikið ) örlítilli slettu af rauðvíni slett yfir (ef til er afgangur), þá er þetta kryddað með sítrónupipar og slettu 1-2 dl af rjóma sett yfir allt saman. Hitað í ofni í 10-15 mín á meðalhita.

Borið fram með ristuðu brauði eða heitu smábrauði og rifsberjahlaupi.
Þetta er alveg meiriháttar gott!!!!!!!

Sendandi: Elín Gé <eg@sif.is> (02/12/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi