Djúsí fiskur í ofni - auðvelt og bragðgott.

Fiskréttir

Mjög góður fiskréttur, uppskriftin er fyrir 3-4 fullorðna

Efni:
7-800 gr ýsa eða þorskur
250 gr sveppir
lítið brokkolí höfuð
3-4 gulrætur
3 hvítlauksgeirar
1 laukur
200 gr smurostur t.d. papriku.
soya sósa
1 fiskteningur
karrý
paprikukrydd
olía
ca 1 dl mjólk
Meðlæti: Hrísgrjón og gott brauð.

Meðhöndlun
1. Allt grænmeti skorið og steikt í olíu á pönnu.
2. Sletta af soya sósu sett á pönnuna og grænmetið látið mauka aðeins í henni.
3. Smurosturinn er svo bræddur á pönnunni með grænmetinu og sósan þynnt út með mjólk. Bætið fiskteningnum saman við og sjóðið í 5 mín. Bragðbætið með paprikukryddi ef vill.
4. Sósunni er nú hellt í eldfast mót og fisknum raðað ofan á, kryddið fiskinn með karrý.
5. Setið inn í ofn á 200 gr í 35 mín.
6. Takið fiskinn út og stráið rifnum osti yfir og eldið í 15 mín í viðbót.
Verði ykkur að góðu.

Sendandi: Helena Rut (10/11/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi