Pasta- og grænmetissúpa

Súpur og sósur

Ótrúlega einföld og góð súpa. Tekur u.þ.b. 20 mínútur að útbúa

Efni:
1 líter vatn
2 teninga grænmetiskraftur
1 pakki frosið grænmeti
1/2 lítill poki Tortellini (eða spaghetti eða hvaða pasta sem er)

Meðhöndlun
Sjóðið vatnið og setjið grænmetiskraftinn í vatnið rétt áður en það byrjar að sjóða. Bíðið þangað til grænmetiskrafturinn er búninn að leysast upp og hellið þá grænmetinu og pastanum út í. Látið sjóða undir loki þangað til pastað er tilbúið.

Einnig er hægt að bæta við því grænmeti sem til er í ísskápnum t.d. er mjög gott að setja rófur, icebergsalat, kartöflur, lauk eða jafnvel fisk út í súpuna.

Sendandi: Marý Björk <mary@vks.is> (03/12/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi