Kleinur

Brauð og kökur

Þær bestu

Efni:
10 bollar hveiti
2 bollar skykur
200 gr smjörlíki
4 stk egg
6 tsk lyftiduft
1/2 tsk hjartasalt
kardimommudropar
súrmjólk

Meðhöndlun
Allt hnoðað saman. Flatt út og skorið með kleinujárni í hæfilega stærð.Steikt í vel heitri matarolíu. Kleinur sem steiktar eru í tólg eru með ljósa fituskán
að utan! Ekki beint lystugt.
Og gætið þess vel að degið verði ekki
mjög blautt þá er mjög erfitt að fletja það út.Notið bragðlitla
matarolíu td. Canola frá Wesson

Sendandi: Hulda Sigurðardóttir <vatnsdalur@simnet.is> (25/11/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi