Ostasalat

Óskilgreindar uppskriftir

Ostasalat

Efni:
1 lítil dós majones
1 dós sýrður rjómi
ca 2 msk sætt sinnep
1 púrrulaukur
1 mexíkóostur
blá steinlaus vínber

Meðhöndlun
Hrærið saman majonesi, sýrðum rjóma og sinnepi. Bætið síðan útí smátt skornum púrrulauk og mexíkóosti. Að lokum er vínberjum hrært saman við sem er búið að skera til helminga eða smærra. Njótið.

Sendandi: Hanna Rúna <hanna@fjarvakur.is> (18/12/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi