Eplabaka með Toblerone

Brauð og kökur

Eplabaka að hætti Aðalheiðar

Efni:
5 græn eða rauð epli
150g Toblerone, saxað
Rifið marsipan
2 dl hveiti
2 dl sykur
1 stórt egg
1 tsk lyftiduft
1 dl kókosmjöl
2 msk kanilsykur

Meðhöndlun
Afhýðið Eplin,takið kjarnann úr og skerið eplin í bita. Setjið eplabitana í aldfast mót og stráið Toblerone og rifnu marsibani yfir. Setjið dykurinn og eggið í hrærivélarskál og hrærið þar til það er ljóst og létt. Bætið þá hveitinu og lyftiduftinu saman við. Þekið eplin og Toblerone með deiginu og stráið kókosmjölinu og kanilsykrinum yfir. Bakið við 180 gráður í 30-40 mín, eða það til kakan er orðin ljóbrún. Berið kökuna fram heita með þeittum rjóma eða ís.

Sendandi: Aðalheiður Kristín Aðalsteinsdóttir <adalheidur95@hotmail.com> (13/01/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi