Fiskgratín
Fiskréttir
Ofnbakaður fiskur
Efni:
Ýsa, ca. 800 gr.
100 gr. smjörlíki
ca. 6 msk hveiti
Mjólk
5-6 egg
salt og pipar
rasp
Meðhöndlun
Ýsan soðin.
Búin til sósa úr smjörlíki, hveiti og mjólk (smjörið brætt, hveiti hrært út í og svo mjólkinni), kryddað með salt og pipar. Ekki hafa hana of þykka.
Sósan látin kólna aðeins.
Eggjarauðunum hrært út í sósuna og fiskinum blandað út í.
Eggjahvíturnar stífþeyttar og blandað út í.
Eldfast mót smurt með smjöri, rasp sett í botninn, fiskigumsinu hellt í mótið og rasp yfir. Gott að setja smá smjörsneiðar yfir.
Bakað við 180°í ca. 45 mínútur.
Sendandi: Dísa (14/01/2009)