Ritzkex/hakkbollur í Chilli sósu!

Óskilgreindar uppskriftir

Geðveikt gott og einfalt

Efni:
500 gr hakk
1 pakki Ritzkex
salt/pipar

Chilli sósa
Rifsberjasulta

Meðhöndlun
Mulið ritzkexið blandað saman við hakkið, örlítið salt/pipar.
Búnar til litlar partýbollur, léttsteikt á pönnu og sett í heitann ofninn.
Chilli sósan og rifsberjahlaup/sulta hituð saman í potti.-smakkað til með magn af hvoru tveggja.

Ýmist er sultan sett yfir bollurnar í ofninum og þannig bornar fram, eða sultan höfð sem meðlæti með bollunum. Borið fram með grjónum og góðu fersku sallati.... bon apetit :)

Sendandi: K.Jónsdóttir <krjon30@hotmail.com> (31/01/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi