Sjóræningjapylsur

Kjötréttir

Krakkar elska þessar pylsur. Þetta er uppskrift úr Gestgjafanum. Blaðið týndist og uppi varð fótur og fit en til allrar hamingju fannst uppskriftin hjá vini.

Efni:
Pylsur:
400 gr nautahakk
1 hvítlauksgeiri
2 tsk oregano
1 dl brauðmylsna
1 egg
1 tsk salt
-------
3 dl Heinz chili sauce

Olía til steikingar
uþb 8 pylsubrauð

Rifinn ostur til að dreifa yfir pylsurnar

Meðhöndlun
Fyrst blandar maður öllu innihaldi uppskriftarinnar saman og blandar vel. Því næst formar maður uþb 8 pylsur (sem komast fyrir í pylsubrauði) og steikir á pönnu. Því skvettir maður úr einni flösku Heinz chili sauce yfir pylsurnar þegar þær eru svo til steiktar. Maður setur eina pylsu í hvert brauð ásamt smá af sósunni og setur brauðin á ofnplötu. Svo dreifir maður rifnum osti yfir hverja pylsu og setur inn í ofn og brúnar á 175°C hita í uþb 10.

Sendandi: Friðrika Kr. Stefánsdóttir <fridrika_kristin at hotmail.com> (13/02/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi