Fyllt brauð að hætti Jamie Oliver

Brauð og kökur

Hrillilega gott brauð, td hægt að nota með mat....

Efni:
1 kg hveiti
1 lófi sykur
1 lófi maldonsalt
3 pk þurrger
1/2 l volgt vatn
Fylling:
Hægt er að nota það sem manni dettur í hug,td er gott að nota parmaskinku, sólþurrkaða tómmata, mosarellaost, ferska basilikku og pesto.
Einnig er hægt að setja eitthvað sætt inn í og nota sem eftirrétt.

Meðhöndlun
Úr þessari uppskrift má gera 2 brauð.
þurrefnum er blandað vel saman, það verður að passa að milja saltið vel í lófanum áður en að það er sett út í.
Svo er bleytt í með vatninu og hnoðað vel saman, svo er þetta látið hefast í 30 - 40 mín.
Deigið er takið og skipt í tvo helminga, þeir flattir út í breiða lengju og fylling sett í miðjuna, brúnirnar brettar yfir og endunum vafið saman þannig að brauðið myndi hring,
svo er þetta bakað þar til það er orðið fallega brúnt, penslað með mjólk þegar það er tekið úr ofninum.
Verði ykkur að góðu.

Sendandi: Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir <hildaosk@hotmail.com> (01/03/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi