ARABÍSKAR UPPSKRIFTIR
Í toppformi
ARABÍSKUR MATUR
Efni:
Hummus
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
3 msk. Thainismjör
1 hvítlauksrif
Salt á hnífsoddi
Allt sett í matvinnsluvél og hrært vel saman. Að lokum er hummusnum smurt á disk, smá ólífuolíu skvett yfir og ólífur settar út í til skrauts. Borið fram með góðu brauði.
-----------------
Arabísk kartöflumús
½ kíló af kartöflum soðnar í potti. Að því loknu eru kartöflurnar settar í kalt vatn og flysjaðar. Síðan settar í matvinnsluvél. 1 búnti af myntu bætt út í ásamt 4 rifjum af hvítlauk. Mixað í matvinnsluvél í u.þ.b. 5 mínútur.
Sett á disk, smá ólfíuolíu slett yfir til skreytingar og borið fram.
-----------------
Falafel
500 gr. Kjúklingabaunir (lagðar í bleyti í 24 stundir).
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 matskeið cummin
1 matskeið Arabískar nætur
2 búnt steinselja
Salt eftir smekk
2 matskeiðar matarsódi
Kjúklingabaunirnar eru hakkaðar x2 í hakkavél. Allt hráefnið látið fara í gegnum hakkavélina. Kryddi og matarsóda bætt út í og hnoðað saman þar til orðið mátulega fast í sér. Sett í plastpoka og látið bíða í 15 mínútur. Athugið að ef ætlunin er að geyma deigið og steikja seinna er matarsódinn ekki settur út í fyrr en rétt fyrir steikingu.
Þegar deigið er tilbúið eru búnir til úr því litlir klattar og þeir djúpsteiktir á pönnu. Borði fram með góðu brauði og sósu eftir smekk (t.d. Gunnars Sinneps- eða Mangó- og karrýsósu).
-----------------
Kebab
500 gr. Kjöthakk (kinda/nauta/svína)
1 laukur, saxaður smátt
¾ matskeið karrý
1 teskeið hvítlaukspipar
1 teskeið Arabískar nætur
1 búnt steinselja
Salt eftir smekk
1 bolli hveiti
Vatn
-----------------
Hvítlauks/myntusósa
1 bolli AB mjólk
1 2 hvítlauksrif
1 2 matskeiðar mynta
Öllu hnoðað saman í skál þar til deigið er orðið mátulega þétt. Sett í plastpoka og látið bíða í 40 60 mínútur. Djúpsteikt á pönnu. Borið fram með Hvítlauks/myntusósunni og góðu brauði.
-----------------
Addish linsubaunasúpa sem mikið er borðuð í Ramadan mánuði
500 gr. Rauðar linsubaunir
1 pakki núðlusúpa
1 laukur
Salt
Skvetta af ólífuolíu
Svetta af sítrónusafa
Linsubaunirnar eru settar í pott og vatni bætt út í athugið að vatnið á að fljóta rétt fingurbreidd yfir baunirnar. Suðan látin koma upp við vægan hita. Hafið pottinn lokaðan og láti malla þar til vatnið hefur gufað upp. Þá er bætt út í u.þ.b tveimur bollum af sjóðandi vatni. Salti, núðlum (a.t.h að nota ekki kryddið sem fylgir með í pakkanum), olífuolíu og sítrónusafa bætt út í. Laukurinn saxaður smátt og brúnaður á pönnu. Síðan bætt út í súpuna. Látið malla í 15 mínútur. Borið fram með góðu brauði.
Meðhöndlun
Sendandi: Nafnlaus (19/03/2009)