SKÚFFUKAKA

Brauð og kökur

aðeins eitt orð: ÆÐISLEGT

Efni:
1 1/2 dl. sykur
2 egg
150 g. smjör (eða smjörlíki)
50 g. dökkt súkkulaði (eða 2 msk. kakó)
2 dl. hveiti
1/2 tsk. lyftiduft

Meðhöndlun
Egg og sykur þeytt vel saman þangað til það er orðið mjög létt. Smjör og súkkulaði brætt og bætt síðan við eggjahræruna. Afgangnum er síðan bætt við. Bakað neðst í ofni við 175°C í u.þ.b. 15 mín.

Sendandi: XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX <XXXXXXXXXXXXXX> (30/01/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi