Mexíkönsk súpa

Óskilgreindar uppskriftir

Trufluð

Efni:
2 laukar
4-6 hvítlauksrif pressaðir
2 msk olía
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 teningur kjúklingakraftur + ½ lítri vatn
1 teningur nautakjötskraftur + ½ lítri vatn
1 lítri tómatdjús -fæst í Hagkaup í fernu
1 matskeið kóriander duft
1 ½ teskeið chili duft
1 ½ teskeið cayannepipar (varúð hann er sterkur! Betra að setja eina tsk.
fyrst og smakka til)

Meðhöndlun
Laukur og hvítlaukur skorinn og steiktur í olíunni í stórum potti.

Öllu hinu blandað saman við.

Látið malla í ca 2 tíma.

Smakkað til og má setja meira af kryddi eða hvítlauk.

1 grillaður kjúklingur tekinn af beinum og settur út í ca 1/2 tíma fyrir
framreiðslu.

Sýrður rjómi, nachoflögur og rifinn ostur borið fram með súpunni.

Hrikalega gott að gera mikið af henni og frysta

Sendandi: Beta <beta@skyrr.is> (04/05/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi