Mexikósk ostasósa

Óskilgreindar uppskriftir

Ótrúlega góð með grilluðum kjúkling, kjöti og pasta! Einfalt og þæginlegt :)

Efni:
1 stykki mexikó ostur
1 peli matreiðslurjómi

Meðhöndlun
Skerið ostinn í bita.
Takið fram sósupott og hellið örlítið af rjómanum út í og hafið á lágum hita (ég hef oftast í kringum 5 en það er misjafnt eftir eldavélum).
Látið svo ostabitana út í og látið ostinn bráðna. Gott er að hræra í þessu af og til svo það brenni ekki við.
Hellið svo rjómanum út í smám saman. Svo þegar osturinn er bráðnaður og sósan er farin að vera frekar þykk, þá er gott að láta bara örlítið meiri rjóma og gera hana bara eins og þið viljið hafa hana (hún getur bæði verið þykk og þunn).

Njótið svo! Ég hef gert þetta oft og öllum finnst hún ótrúlega góð. ATH hún getur verið frekar sterk þar sem osturinn er sterkur!

Sendandi: Lilja Rut Jónsdóttir <liljarutjonsd@gmail.com> (19/05/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi