Súkkulaðibita bananabrauð

Brauð og kökur

bara geðveikt bananabrauð með súkkulaðibitum :)

Efni:
1/4 bolli olía
1 og 1/2 bolli hveiti
1 bolli sykur
1 tsk matasóti
1/2 tsk salt
2 egg létt hrærð
3 stappaðir bananar
1 bolli súkkulaðibitar

Meðhöndlun
Forhitið ofnin á 180°

Smyrjið bökunarformið með smöri

Blandið saman öllum þurrefnunum saman fyrst. Blandið svo saman olíu, bönunum og eggjum. Hrærið svo súkkulaðibitunum við (passa að of hræra samt ekki).
Hellið í bökunarformið.
Bakið í 70-80 mín eða þangað til að þið getið stungið tannstöngli í og ekkert festist við. Leifa þessu að kólna í 10-15 í mótnu og taka það svo úr og leifa því að kólna að fullu.

Verði ykkur svo bara að góðu ;)

Sendandi: Dóra Lilja (09/06/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi