Fiskur í ofni

Fiskréttir

Fiskur með tómötum og grænmeti

Efni:
Fiskur
1 Sítróna
4-6 Tómatar
1/2 Blaðlaukur
1/2 Box sveppir
1/2 Gul eða Appelsínugul paprika
Rifin ostur
Svartur pipar
Fiskikrydd

Meðhöndlun
Fiskurinn settur í mótið og 1/2 sítrónan kreist yfir, kryddað með svörtum pipar og fiskikryddi. Skerið tómatana í sneiðar (ekki of þunnt) leggið yfir fiskinn þannig að það sjáist ekki í fiskinn. Svo er laukurinn skorinn niður ásamt sveppunum og paprikkunni og dreift yfir. Kreistið hinn helminginn af sítrónu yfir svo ostinn og svo smá pipar. Bakað við 170° æu 30-40 mín. Gott að hafa hrísgrón og brauð með

Sendandi: Beta <beta@skyrr.is> (06/07/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi