Ostakaka Gerðu
Brauð og kökur
Ostakaka sem er nauðsynlegt að eiga allltaf í frystikistunni.
Efni:
Botn:
1 bolli haframjöl,
1/2 bolli hveiti,
1/2 bolli púðursykur,
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
100 gr. smjör
Kakan:
1 peli rjómi
400gr. rjómaostur
1/2 bolli sykur
1 dós sýrður rjómi
1 tsk vanillusykur
Meðhöndlun
Botn:
Hnoða í botn á eldföstu formi.
Baka við 180-200 gráður í 15-20 mín
Kaka:
Þeyta rjóma og geyma í ísskáp
Blanda öllu saman og bæta svo þeytta rjómanum varlega við.
Sendandi: Sigurður Jónas Eggertsson <sje@pjus.is> (13/07/2009)