Bolluuppskrift

Óskilgreindar uppskriftir

Mjög góðar

Efni:
13 dl hveiti
3 dl hveitiklíð
1 msk sykur
1 tsk salt
5 tsk þurrger (1 bréf)
6 dl volg undarenna eða mjólk
2 msk matarolía
mjólk til penslunar

Meðhöndlun
Aðferð

1. Blandið saman þurrefnum ásamt þurrgeri (takið þó frá 1-2 dl af hveiti til að hnoða upp í degið á eftir)

2. Hellið olíu og undanrennu eða mjólk út í þurrefnin og hrærið vel með sleif (degið má vera blautt)

3. Látið deigið hefast á hlýjum stað í hálftíma.

4. Hnoðið afgangshveitinu í ef með þarf. mótið tvær jafnlangar lengjur úr deginu og skiptið hvorri lengju niður í bollur og mótið og raðið á bökunarplötur.

5. Látið hefast á hlýjum stað í 15-20 mín á plötunum, (þarf ekki)

6. Penslið bollurnar með mjólk.

7. bakið í miðjum ofni við 200°C í 15 mínútur.

Sendandi: Ásgerður <asgerdurjana@gmail.com> (20/10/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi