Ofnbökuð hjörtu
Kjötréttir
Mjög góður
Efni:
4 hjörtu
4 græn epli skorin í sneiðar
1 laukur grófsaxaður
3 sn beikon
2 msk hveiti
6 msk ókryddað brauðrasp
1 msk söxuð steinselja
rifin börkur af einni sítrónu
1 msk púðursykur
50 gr smjör
salt og pipar kjötsoð
Meðhöndlun
Skerið hjörtun í strimla leggið smástund í saltvatn.Raðið hjartastrimlum,eplaskífum og lauknum í eldfast fat,kryddið með salti og pipar.
Leggið beikonið efst.
Blandið saman hveiti,brauðraspi,
steinselju, rifnum sítrónuberki,
og púðursykri.Kryddið þessa blöndu með salti og pipar.Sáldrið þessari blöndu yfir það sem er í eldfasta fatinu.Dreifið smjörinu yfir fatið og hellið u.þ.b. 1dl af kjötsoði.Setjið álpappír eða lok yfir sett inn í 175 gráðu heitan ofn.Rétturinn er bakaður í ofninum í 2 klukkutíma. Þegar 10 mín eru eftir er lokið tekið af og og rétturinn glóðasteiktur.
Sendandi: Hulda Vatnsdal (29/10/2009)