Ungverskur Paprikukjúklingur
Kjötréttir
Kjúklingaréttur
Efni:
Það sem þarf: (Uppskriftin miðast við fjóra)
1 kjúklingur 1100 gr.
50 gr. hveiti.
425 gr. sveppir.
3 dl. mjólk.
1 fersk paprika.
3 tsk. paprikuduft.
4 msk. tomatpurree.
1,5 dl rjómi.
1 laukur.
1 sítróna.
Meðhöndlun
Kjúklingurinn steiktur heill 30 mín til 1 klst. og skorinn niður í ca. 8 hluta.
Laukur, paprika, sveppir, paprikuduft og tómatpurree ristað á pönnu eða í potti og látið krauma vel.
50 gr. af hveiti stráð yfir það sem er á pönnunni - pottinum og hrært vel í öllu saman.
Síðan er mjólkinni og rjómanum bætt út í og látið sjóða við vægan hita í ca. 10 mín.
Kjúklingabitarnir settir út í og sítrónan kreist yfir. Látið malla í 5 til 10 mín. (óþarfi ef kjúklingurinn er vel steiktur).
Borið fram með hrísgrjónum sem eru soðin á venjulegan hátt.
Það þarf að smakka sósuna til eins og gengur, bæta salti við, og passa sig á að láta ekki of mikið af tómatpúrree, þá verður tómatbragðið yfirgnæfandi.
Við notum alltaf dósasveppi í staðinn fyrir nýja, vegna þess að sósan vill verða svo ljót á litinn ef nýir sveppir eru notaðir (sjónmengun).
Sendandi: Svanbjörg Oddsdóttir (11/03/1998)