! Sweet chilli fiskur !

Fiskréttir

ofnbakaður fiskur í sweet chilli sósu með kús kús

Efni:
Fiskréttur;
Fiskur (ýsa eða þorskur)
Kjúklingakrydd
Sweet chilli sósa
Feta ostur

Meðlæti;
kúss kúss
Mexíkóostur
paprika

Meðhöndlun
FISKRÉTTUR;
Fiskurinn skorinn í bita (magn fer eftir fjölda þeirra sem eru í mat) og bitarnir lagðir í eldfast mót. kjúklingakryddi er stráð yfir fiskinn og svo chilli sósu hellt yfir (passa að setja ekki of mikið því hún getur verið sterk). Feta osti stráð yfir og smá af olíunni úr honum einnig hellt í eldfasta mótið.

Bakað í ofni við 180 gráður í ca 20 mín.

MEÐLÆTI;
Sjóðið vatn og saltið það, hellið yfir kúss kússið (passið að bleyta það ekki of mikið). Mexíkóosturinn og paprikan saxað í smátt og hrært saman við kúskúsið.

Svo er kúskúsið sett sem svona "beð á diskinn" og fiksurinn ofaná, hægt er að hafa seet chilli sósuna með á borðinu fyrir þá sem vilja almennilegt bragð af matnum sínum :D

Verið ykkur að góðu.

Sendandi: Arndís P. <disabeikon@hotmail.com> (05/11/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi