Heimsins bestu brownies

Brauð og kökur

Vekur alltaf mikla lukku.

Efni:
200 g suðusúkkulaði
225 g smjör
3 egg
225 g dökkur muscovado-sykur frá Dansukker
80 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
100 g valhnetukjarnar, grófmuldir
200 g mjólkursúkku-laði, grófbrytjað

Meðhöndlun
Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ferkantað form (um 20x30 sm) vel. Brjótið suðusúkkulaðið í bita, setjið það í pott ásamt smjörinu og bræðið það við mjög vægan hita. Takið pottinn af hitanum um leið og smjörið er bráðið og hrærið þar til súkkulaðið er bráðið og blandan slétt. Þeytið saman egg og muscovado-sykur og hrærið súkkulaðiblöndunni saman við. Blandið hveiti, lyftidufti, valhnetum og mjólkursúkkulaði saman við. Hellið í formið og bakið neðarlega í ofni í 35-40 mínútur, eða þar til skorpa hefur myndast ofan á en kakan er enn mjúk. Látið hana kólna í forminu og skerið hana síðan í ferkantaða bita.

Birtist í kynningu á Muscovado sykri, í aukablaði Gestgjafans "Bestu uppskriftirnar 2004".

Sendandi: Valdimar G. Gunnarsson <valdimar.gunanrsson@gmail.com> (14/11/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi