Spænskur saltfiskur í rjóma.

Fiskréttir

Sérlega góður fyir bragðlaukana,

Efni:
Fyrir ca 5.
spaghetti f. 5
1 msk ólívuolía
2-5 hvítlauksrif
5 stykki af saltfiski(ekki meira)
1/4 l.-1/2 l. af rjóma
10 ólífur
2 tómatar

Meðhöndlun
Spaghetti soðið samhvæmt leiðbeiningum.
Útvatnaður saltfiskurinn er roðdreginn, en mér finnst best að útvatna hann sjálf. Olían sett á pönnu ásamt mörðum eða brytjuðum hvítlauknum og hann er aðeins mýktur. Þá er rjómanum hellt út á, saltfiskinum raðað úti og hann soðinn í nokkrar mínútur. Þá er hann marinn í sundur, ólífurnar settar með og soðið saman aðein í nokkra mín, ef vill. Spaghettíið síað og látið útí. Að síðust skerum við niður tómata, færum réttinn í skál og dreifum tómötunum yfir. Mér finnst gott að eiga hvítlauk í olíu, hella á pönnuna með smá afgangi af réttinum og steikja brauð í, síðan að eta.

Sendandi: Ranka <unahaggimani@gmail.com> (06/12/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi