Heimagert Snickers
Smákökur og konfekt
Heimagert Snickers
Efni:
2 matskeiðar og 1 teskeið vatn
1/4 bolli ljóst corn syrup
2 matskeiðar smjör
1 teskeið vanilludropar
2 matskeiðar hnetusmjör
Hnífsoddur af salti
3 bollar flórsykur
35 karamellur
1 bolli ristaðar salthnetur.
Tveir 350 gr pokar af mjólkur súkkulaði dropum
Meðhöndlun
Blandið 1 matskeið af vatni, corn syrup, smjöri, vanilludropum, hnetusmjöri og salti í skál með þeytivél þangað til að mixtúran er orðin rjómakennd. Blandið flórsykrinum varlega við með þeytivélinni.
Þegar mixtúran er orðin eins og deig, fjarlægið hana úr skálinni með höndunum og hnoðið það smá, en ekki mikið. Setjið loksins deigið í eldfast form sem er 22x22 cm, en þið megið nota eitthvað annað ef þið viljið, og pressið deigið í eldfasta formið út í alla kanta. Setjið mótið svo inn í ísskáp.
Bræðið karamellurnar á lítilli pönnu með 2 matskeiðum af vatni í á lágum hita.
Þegar karamellurnar eru orðnar mjúkar eða búnar að bráðna, setjið þá hneturnar á pönnuna og blandið. Hellið þessari blöndu yfir elfasta mótið með mixtúrunni og dreifið yfir. Leyfum þessu að kælast aðeins í ísskápnum.
Þegar kælda mixtúran er orðin hörð, bræðið þá súkkulaðið í vatnsbaði eða í örbulgjuofni stilltan á hæst í 2 mínútur. Hrærið þegar helmingur eldunartímans er liðinn.
Skerið mixtúruna í lengjur eða bara þá stærð sem að þú vilt hafa þær í.
Setjið hverja lengju á gaffal og dýfið í súkkulaðið. Sláið gafflinum á móti pönnunni til að hrista auka súkkulaðið af lengjunni. Setjið svo lengjuna á bökunarpappír og kælir við stofuhita. Þetta gæti tekið nokkra klukkutíma, en lengurnar verða bestar svona. Þú getur hinsvegar hraðað ferlinu með því að setja lengjurnar í ísskápinn í 30 mín.
Þessi uppskrift gerir um það bil 24 lengjur en það fer allt eftir því hvað þú gerir lengjurnar stórar.
Sendandi: Hrafnkell Baldursson <kotkarl@gmail.com> (08/12/2009)