Kryddkaka

Brauð og kökur

Kryddkaka

Efni:
6 dsl Haframjöl
6 dsl hveiti
6 dsl sykur
6 dsl mjólk
4 tsk matarsódi
2 tsk kanill
2 tsk engifer
2 tsk negull

Meðhöndlun
Öllu hrært saman í skál með sleif.

Hellt í 2 kökuform.

Bakað við lágan hita (140 hjá mér á undir og yfirhita). Prufa að stinga í brauðið með prjón þangað til prjóninn er hættur að vera blautur, þá er þetta tilbúið.

Best með smjöri, osti og ískaldri mjólk.

Sendandi: Ægir Rafn Magnússon <aegirrafn@hotmail.com> (08/12/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi