Lagskipt súkkulaðimús með jarðaberjum og kívíi
Ábætisréttir
Glæsilegur eftirréttur sem gaman er að búa til
Efni:
200 g Síríus Konsum 70% súkkulaði
50 g smjör, mjúkt
3 egg, aðskilin
100 ml rjómi
25 g flórsykur
3 kíví
200 g jarðarber
ristaðar heslihnetur til skreytingar
Meðhöndlun
Bræðið súkkulaðið ásamt smjörinu í vatnsbaði. 
Aðskilijð eggin og stífþeytið eggjahvíturnar. 
Blandið eggjarauðum, rjóma og flórsykri saman í annarri skál. Hrærið eggjarauðublönduna saman við brædda súkkulaðið. 
Blandið stífþeyttu eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðið með sleikju. 
Látið músina kólna aðeins.
Afhýðið kívíið og maukið það. Maukið einnig jarðarberin.
Takið 6 há og mjó glös og setjið 3 tsk. af jarðarberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti. 
Setjið súkkulaðimúsina í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu af henni í hvert glas. 
Setjið 3 tsk. af kívímauki ofan á súkklaðiðmúsina og sprautið síðan öðru lagi af súkkulaðimús ofan á.
Skreytið glösin með hnetum. Raðið glösunum á bakka og og kælið músina í minnst 2 klukkustundir í ísskáp.
Þeim sem vilja fara einföldu leiðina er alveg óhætt að bera músina staka fram með ávaxtamaukinu til hliðar.
Sendandi: Nafnlaus (29/12/2009)