Karrý kjúklingur

Kjötréttir

Mjög góður og sterkur kjúklingaréttur. Besta sem ég hef smakkað.

Efni:
1 kjúklingur
1peli rjómi

kryddlögur:
3dl Tómatsósa
3tsk karrý
3tsk pipar
1 tsk salt

Meðhöndlun
Kjúklingurinn er skorinn í bita.
velt upp úr kryddleginum og settur í eldfast mót.
sett í 200°C heitan ofn og eldað í 30 mín, þá er rjómanum hellt yfir og eldað í
aðrar 30 mín.

kjúklingurinn er borinn fram með hrísgrjónum, og rjóminn sem var hellt yfir er
sósa sem er sett á hrísgrjóninn.

Sendandi: Guðný Margrét Bjarnadóttir (01/04/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi