Ítalskur fíkju- og súkkulaðiís

Ábætisréttir

Rosalega góður ís

Efni:
250 g þurrkaðar fíkjur, smátt saxaðar
2 dl mjólk, köld
2½ dl rjómi, þeyttur
50 g Síríus Konsum 70% súkkulaði, fínt saxað

Meðhöndlun
Setjið fíkjur og mjólk í matvinnsluvél og vinnið mjög vel saman. Blandið
fíkjumaukinu varlega saman við þeytta rjómann ásamt súkkulaðinu.
Setjið ísblönduna svo í ísvél og látið vélina vinna samkvæmt leiðbeiningum
eða setjið ísinn í plastílát og síðan í frysti. Ef ekki er notuð ísvél
er gott að hræra nokkrum sinnum í ísnum á meðan hann er að frjósa.
Þessi ís geymist ekki mikið lengur en
5 daga í frosti.

Sendandi: Nafnlaus (29/12/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi