Fylltar tartalettur ;D
Brauð og kökur
Alltaf vinsælar og sjúklega góðar.
Efni:
Tartalettur
Sveppasmurostur
Matarrjómi
Beikon
Skinka
Græn paprika
Maisbaunir
Aspas
Kjöt og grill krydd.
Meðhöndlun
Bræðið smurostinn í potti,
bætið smá safa af aspasnum og svo rjómanum,
hafa smá þykkt í sósunni ekki of blauta,
krydda hana smá með kryddinu,
skerið beikonið í litla bita og steikjið og svo skellið þið smátt skorinni skinku og papriku útí og steikjið áfram,
setjið það svo í skál ásamt maisbaunum og aspas og svo hellið þið sósunni útí og blandið vel saman.
Raðið tartalettum á plötu, setjið fyllinguna ofaní þær og svo smá osti stráð yfir,
má líka alveg krydda toppinn með paprikukryddi.
Njótið vel kæra fólk ;D
Sendandi: María BK <mariabk@visir.is> (08/01/2010)