Beikon-og pecanhnetufylling í kalkún

Kjötréttir

Mjög góð fylling fyrir sælkera!!!!!

Efni:
100 g smjör
2 meðalstórir laukar, smátt saxaðir
1 sellerístöngull, smátt saxaður
16 skorpulausar brauðsneiðar, skornar í teninga
12 beikonsneiðar, steiktar og brytjaðar smátt
1 dós pecanhnetur (um 113 g), grófsaxaðar
3 tsk. Pottagaldra kalkúnakrydd
1 tsk. salt
1/2 tsk. hvítur pipar
2 stór egg, þeytt með gaffli
2 1/2 dl. ljóst kjötsoð

Meðhöndlun
Bræðið smjörið og mýkið laukinn og selleríið í því. Takið pottinn af hitanum og bætið öllu nema eggjunum og soðinu saman við. Blandið vel saman. Bætið eggjunum og soðinu að lokum út í.

Sendandi: Hugrún Helga <linda@est.is> (06/04/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi