Rolo-múffur

Brauð og kökur

slurp :)

Efni:


100 gr smjör, lint
100 gr sykur
2 egg
½ tsk vanilluessens
100 gr dökkt súkkulaði
175 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi
1 dl mjólk
1 Rolo-rúlla

Meðhöndlun
1. Ofninn hitaður í 190°c.2. Smjör og sykur hrært létt og ljóst. Eggjunum þeytt saman við, einu í einu, ásamt vanilluessens.3. Súkkulaðið brætt í vatnsbaði eða örbylgjuofni og hrært saman við.4. Hveiti, lyftidufti og salti blandað saman og hrært saman við deigið í 2-3 skömmtum til skiptis við mjólkina.5. Skipt í 10 múffuform (svona álform eins og fæst t.d. í IKEA), pappírsklædd eða vel smurð (eða húðuð, og síðan er einn Rolo-biti settur á miðjuna á hverju formi og ýtt vel niður, þar til hann er sokkinn í deigið.6. Sett í ofninn og bakað í um 20 mínútur en þá tekið út, látið kólna dálítið í forminu og síðan hvolft á grind.

Sendandi: Linda (18/02/2010)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi