Nautalundir surprise
Óskilgreindar uppskriftir
Fljótlegur og rándýr réttur.
Efni:
400 gr. nautalundir.
2 stórir laukar.
200 gr gráðostur.
1 græn paprika.
1 pk. piparsósa frá Toro.
2 stk. bananar.
2 blöð matarlím
300 gr smjörlíki
1/2 líter súrmjólk
2 slettur af mjólk.
Smá parmesan ostur
Meðhöndlun
Léttsteikið nautalundirnar ca. 2 mínútur á hvorri hlið.
Saxið laukinn og brúnið og kryddið vel með allrahanda pipar.
Saxið bananana og paprikuna í meðalstóra bita, og setjið í skál með súrmjólkinni.
Leysið svo upp matarlímið og bætið út í.
Bræðið smjörlíkið og hitið piparsósuna.
Hellið svo smjörlíkinu og piparsósunni út í súrmjólkina með bönönunum og paprikunni og hrærið vel.
Fullsteikið nautalundirnar á stórri pönnu og bræðið gráðostinn á meðan í potti með smá mjólk.
Látið lundirnar á disk og hellið ostasósunni yfir og stráið parmesan yfir.
Takið svo skálinu með súrmjólkinni og hinu og látið á diskinn við hliðina á nautalundunum.
Borðið svo með góðri matarlyst.
Sendandi: Lýður Þrastarson <lubb@islandia.is> (07/04/1998)