Graslauksbrauð með osti

Óskilgreindar uppskriftir

litlar skonsur góðar með brauði eða bara te eða kaffibolla

Efni:
4 dl hveiti (má breyta í spelt)
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk dijon-sinnep
2 dl sterkur ostur
2 msk steinselja þurrkuð
2 msk graslaukur þurrkaður
1 1/2 dl mjólk

Meðhöndlun
hiti 220°C
hveiti lyftiduft og salt sigtað saman í skál. Sinnepi, rifnum osti, steinselju, graslauk og mjólk bætt útí. Hnoðað vel þar til það er slétt og samfellt. flatt út þar til það er um 2 cm á þykkt. Stungið út í kringlóttar kökur eða skorið í ferkantaðar kökur og sett varlega á plötu sem er klædd með bökunarpappír. Penslað með mjólk áður en bakað er . Bakað um það bil 10 mínútur eða þar til þau eru gullinbrún.

Sendandi: Oddný J.B. Mattadóttir <oddny@mitt.is> (30/05/2010)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi